Ísland hafnaði í 39. sæti

Helga Kristín Einarsdóttir lék best af íslensku kylfingunum.
Helga Kristín Einarsdóttir lék best af íslensku kylfingunum. Ljósmynd/Sigurður Elvar

íslenska kvennalandslið áhugakylfinga hafnaði í 39. sæti af 57 þátttökuþjóðum á heimsmeistaramótinu í Írlandi. Íslenska liðið bætti leik sinn jafnt og þétt út allt mótið. 

Helga Kristín Einarsdóttir, Ragnhildur Kristinsdóttir og Saga Traustadóttir léku fyrir Íslands hönd og var mótið frumraun þeirra allra á HM. Helga Kristín lék best og hafnaði í 92. sæti í einstaklingskeppninni á samtals 13 höggum yfir pari. 

Saga hafnaði í 131. sæti á 23 höggum yfir pari og Ragnhildur Kristinsdóttir hafnaði í 144. sæti á 29 höggum yfir pari. Bandaríkin báru sigur úr býtum á mótinu með miklum yfirburðum. Þær bandarísku léku á 29 höggum undir pari, tíu höggum betur en Japan. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert