Tiger Woods fimm höggum á eftir

Tiger Woods á hringnum í kvöld.
Tiger Woods á hringnum í kvöld. AFP

Ekki virðist sigurinn sem Tiger Woods hefur beðið eftir ætla að koma þessa vikuna þrátt fyrir að hann hafi leikið fyrsta hringinn BMW Championhip á 62 höggum á fimmtudagin. Er hann fimm höggum á eftir efstu mönnum fyrir lokahringinn. 

Tiger lék vel í dag og var á 66 höggum og er hann á samtals 12 undir pari. Anna hringinn í gær lék hann á parinu og það virðist ætla að reynast dýrt því skorið í mótinu er mjög gott og völlurinn fremur auðveldur viðureignar fyrir bestu kylfinga heims. 

Ólympíumeistarinn Justin Rose er efstur ásamt Xander Schauffele á 17 undir pari en sú forysta er naum því í næstsíðasta ráshópi á morgun verða þeir Rory McIlroy og Tommy Fleetwood. McIlroy á 16 undir pari en Fleetwood á 15 undir pari. Rickie Fowler á einnig möguleika á 15 undir pari. 

Mótið er það næstsíðasta í FedEx úrslitakeppninni og að því loknu ræðst hvaða 30 kylfingar fá að leika á lokamótinu The Tour Championship. Stigahæsti kylfingurinn í úrslitakeppninni fær um einn milljarð króna í verðlaunafé. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert