Góð byrjun hjá piltalandsliðinu

Piltalandsliðið í golfi.
Piltalandsliðið í golfi. Ljómsynd/GSÍ

Íslenska piltalandsliðið í golfi byrjaði vel í 2. deild á Evrópumóti piltalandsliða sem hófst í Ungverjalandi í gær.

Eftir fyrsta keppnisdaginn er Ísland í öðru sæti af þeim átta liðum sem keppa á mótinu á 13 höggum undir pari. Fimm bestu skorin af sex telja. Skor Íslendinganna í gær var eftirfarandi:

Dagbjartur Sigurbrandsson, 68 högg (-4)
Sverrir Haraldsson, 68 högg (-4)
Kristófer Karl Karlsson, 70 högg (-2)
Sigurður Bjarki Blumenstein 70 högg (-2)
Viktor Ingi Einarsson, 71 högg (-1)
Ingvar Andri Magnússon, 79 högg (+7)

Noregur er í fyrsta sætinu á -18, Ísland -13, Portúgal -3, Slóvakía 0, Ungverjaland +14, Slóvenía +14, Pólland +19, Tyrkland +39.

Fyrstu tvo keppnisdagana er leikinn höggleikur og síðan tekur við holukeppni á morgun á og laugardag. Alls eru þrjú sæti í boði í efstu deild EM á næsta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert