Valdís endaði í 24.-29. sæti

Valdís Þóra Jónsdóttir lék á einu höggi yfir pari í …
Valdís Þóra Jónsdóttir lék á einu höggi yfir pari í dag. Ljósmynd/LET

Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir endaði í 24.-29. sæti á Jabra-mótinu í golfi sem fram fer í Frakklandi. Mótið er hluti atvinnumótaröð Evrópu í kvennaflokki, LET-Evrópumótaröðinni. Valdís lék lokahringinn í dag á 72 höggum eða einu höggi yfir pari vallarsins.

Valdís spilaði flott golf í dag og fékk þrjá fugla, tvo skolla, einn skramba en samtals lék Valdís á 220 höggum á mótinu. Fyrstu tvo keppnisdagana lék Valdís á 74 höggum og hún bætti sig því talsvert í dag.

Annabel Dimmock frá Englandi fór með sigur af hólmi en hún lék samtals á sjö höggum undir pari og Pauline Bouchard frá Frakklandi hafnaði í öðru sæti á sex höggum undir pari. Þriðja varð Meghan MacLauren frá Englandi á tveimur höggum undir pari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert