„Kæri mig ekki um aðstoð frá Bubba niðrí bæ“

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir

Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur átt frekar erfitt uppdráttar á tímabilinu til þessa. Hún er með þátttökurétt á Symetra-mótaröðinni, þeirri næststerkustu í Bandaríkjunum, en keppir líka á LPGA-mótum á þeirri sterkustu, fái hún boð á slík mót. 

Ólafía lék mjög vel í sínu fyrsta tímabili á LPGA-mótaröðinni og endurheimti hún þátttökurétt sinn á mótaröðinni að loknu tímabilinu. Ekki gekk eins vel á tímabili tvö og missti hún fullan keppnisrétt. 

Ólafía skrifar pistil inn á Facebook-síðu sinni í dag, þar sem hún lýsir líðan sinni. Hún er enn að venjast því að vita ekki hvað næsta vika býður upp á og það sem því fylgir. Hún hefur leitað sér hjálpar hjá öðrum atvinnumönnum, en afþakkar hjálp frá fólki sem þekkir ekki líf atvinnukylfinga. 

Hér að neðan má sjá pistil Ólafíu í heild sinni. 

mbl.is

Bloggað um fréttina