Bestu hringir Ólafíu og Valdísar

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Ljósmynd/Arnþór Birkisson

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir áttu í dag báðar sinn besta hring til þessa á öðru stigi úr­töku­mót­anna fyr­ir LPGA-mótaröðina í golfi í Venice í Flórída í Banda­ríkj­un­um er þær léku þriðja hringinn.

Ólafía lék á 72 höggum, eða á pari, og Valdís á 74 höggum, tveimur höggum yfir pari. Ólafía er á samtals fimm höggum undir pari og í 115. sæti og Valdís er í 151. sæti á níu höggum yfir pari. 

Um 20-25 kylf­ing­ar kom­ast áfram í loka­úr­töku­mótið og þurfa íslensku kylfingarnir á kraftaverki að halda til að eiga möguleika á að fara áfram. 

Valdís Þóra Jónsdóttir.
Valdís Þóra Jónsdóttir.
mbl.is