Stórmótinu í New York frestað

Fáir aðrir en vallarstarfsmenn sjást nú á bandarísku golfvöllunum.
Fáir aðrir en vallarstarfsmenn sjást nú á bandarísku golfvöllunum. AFP

Opna bandaríska mótinu í golfi, US Open, hefur verið frestað um ótiltekinn tíma vegna kórónuveirunnar, en New York Post skýrði frá því í morgun.

Mótið átti að fara fram í Winged Foot í New York-ríki dagana 18. til 21. júní en verður síðar í sumar, samkvæmt fréttinni, og leikstað verður ekki breytt.

New York hefur farið illa út úr kórónufaraldrinum, verst allra ríkja Bandaríkjanna. Með þessu hefur þremur af fjórum stórmótum PGA-mótaraðarinnar á þessu ári verið frestað en áður var Mastersmótinu í apríl og PGA-meistaramótinu í maí slegið á frest. Alls er búið að fresta níu mótum á PGA-mótaröðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert