Guðrún í toppbaráttu eftir fyrsta hringinn

Guðrún Brá Björgvinsdóttir.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir. Ljósmynd/seth@golf.is

Guðrún Brá Björgvinsdóttir atvinnukylfingur er í toppbaráttunni á móti á áskorendamótaröð kvenna í golfi, Amundi Czech Ladies Challenge, sem hófst í Prag í Tékklandi í morgun.

Guðrún lék fyrsta hringinn á einu höggi undir pari vallarins, 71 höggi, og deilir sem stendur áttunda sæti með fjórum öðrum kylfingum. Þrjár af þeim sjö sem eru fyrir ofan hana eiga eftir að ljúka hringnum en Pia Babnik frá Slóveníu er með forystuna. Hún lék hringinn á 67 höggum, fimm undir pari vallarins.

Guðrún sýndi mikinn stöðugleika í dag en hún fékk þrjá fugla og tvo skolla á hringnum. Á seinni hringnum lék hún átta holur af níu á pari.

mbl.is