Fjögur landslið valin fyrir Evrópumótin

Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir er í kvennalandsliðinu sem er á leið …
Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir er í kvennalandsliðinu sem er á leið til Norður-Írlands. Ljósmynd/EGA

Ólafur Björn Loftsson, afreksstjóri Golfsambands Íslands, hefur tilkynnt hvaða leikmenn skipa landslið Íslands í karla- og kvennaflokki á Evrópumeistaramótunum í liðakeppni 2021.

Karlaliðið keppir á PGA Catalunya-vellinum rétt utan við Barcelona á Spáni dagana 6. til 10. júlí. Liðið skipa eftirtaldir:

  • Aron Snær Júlíusson, GKG
  • Dagbjartur Sigurbrandsson, GR
  • Hákon Örn Magnússon, GR
  • Hlynur Bergsson, GKG
  • Kristófer Karl Karlsson, GM
  • Sverrir Haraldsson, GM

Kvennaliðið keppir á sama tíma á Royal County Down-vellinum á Norður-Írlandi. Lið Íslands skipa eftirtaldar:

  • Andrea Bergsdóttir, Hills GC
  • Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA
  • Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS
  • Hulda Clara Gestsdóttir, GKG
  • Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR
  • Ragnhildur Kristinsdóttir, GR

Ólafur hefur einnig tilkynnt hvaða leikmenn skipa stúlkna- og piltalandslið Íslands sem keppa einnig í liðakeppni á Evrópumótinu 2021, á sama tíma og A-landsliðin.

Stúlknaliðið keppir í efstu deild á Montado Golf Resort í Portúgal og er þannig skipað:

  • Berglind Erla Baldursdóttir, GM
  • Helga Signý Pálsdóttir, GR
  • Katrín Sól Davíðsdóttir, GM
  • María Eir Guðjónsdóttir, GM
  • Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR
  • Sara Kristinsdóttir, GM

Piltaliðið keppir í næstefstu deild á Estonian G&CC í Eistlandi og er þannig skipað:

  • Aron Ingi Hákonarson, GM
  • Bjarni Þór Lúðvíksson, GR
  • Björn Viktor Viktorsson, GL
  • Böðvar Bragi Pálsson, GR
  • Dagur Fannar Ólafsson, GKG
  • Gunnlaugur Árni Sveinsson, GKG

Nánar um liðin og mótin hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert