Haraldur flýgur upp töfluna í Austurríki

Haraldur Franklín Magnús fer vel af stað í Austurríki í …
Haraldur Franklín Magnús fer vel af stað í Austurríki í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Haraldur Franklín Magnús atvinnukylfingur hefur byrjað daginn vel á Euram Bank Open golfmótinu í Ramsau í Austurríki þar sem Guðmundur Ágúst Kristjánsson var á meðal efstu manna eftir fyrsta hringinn í gær.

Guðmundur lék á fimm höggum undir pari í gær, 65 höggum, og var í fimmta  sæti eftir hringinn. Hann fer ekki af stað fyrr en um hádegið en margir þeirra sem hófu leik í morgun eru komnir framfyrir hann.

Þar á meðal er Haraldur Franklín sem hefur leikið 12 holur af 18. Hann lék á þremur undir pari í gær, 67 höggum, og hefur nú þegar náð þremur til viðbótar og er samtals á sex höggum undir pari sem stendur. Hann er í 12. til 16. sæti en Guðmundur Ágúst hefur sigið niður í 17.-25. sæti.

Andri Þór Björnsson og Bjarki Pétursson eru ekki byrjaðir að slá í dag en Andri var á einu höggi undir pari og Bjarki á einu yfir pari eftir gærdaginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka