Ryder-liðin fullmönnuð

Collin Morikawa mun leika í Ryder-bikarnum í fyrsta skipti. Frá …
Collin Morikawa mun leika í Ryder-bikarnum í fyrsta skipti. Frá því keppnin fór fram síðast hefur hann unnið tvö risamót. AFP

Nú liggur fyrir hverjir leika fyrir hönd Bandaríkjanna og Evrópu í keppninni um Ryder-bikarinn í golfi en keppni hefst á föstudaginn í næstu viku. 

Steve Stricker er liðsstjóri bandaríska liðsins sem er á heimavelli í þetta sinn en leikið verður á Whistling Straits í Wisconsin. Padraig Harrington er liðsstjóri evrópska liðsins. 

Alla jafna er keppt um bikarinn á tveggja ára fresti en nú hafa þrjú ár liðið frá síðustu keppni. Keppninni var frestað í fyrra vegna heimsfaraldursins. Lið Evrópu sigraði síðast og nægir því jafntefli til að halda bikarnum.

Lið Bandaríkjanna:

Collin Morikawa

Dustin Johnson

Bryson DeChambeau

Brooks Koepka

Justin Thomas

Patrick Cantlay

Tony Finau

Xander Shauffele

Jordan Spieth

Harris English

Daniel Berger

Scottie Scheffler

Lið Evrópu:

Jon Rahm, Spáni

Rory McIlroy, N-Írlandi

Viktor Hovland, Noregi

Paul Casey, Englandi

Tommy Fleetwood, Englandi

Tyrrell Hatton, Englandi

Bernd Wiesberger, Austurríki

Matt Fitzpatrick, Englandi

Lee Westwood, Englandi

Shane Lowry, Írlandi

Sergio Garcia, Spáni

Ian Poulter, Englandi

Ian Poulter hefur sett mikinn svip á keppnina um Ryder-bikarinn …
Ian Poulter hefur sett mikinn svip á keppnina um Ryder-bikarinn og var nú valinn i liðið af Harrington. Poulter hefur unnið 14 af 22 leikjum og gert tvö jafntefli. AFP

Fyrirkomulagið við val á liðunum er ekki með sama hætti. Hjá Bandaríkjunum vinna sex kylfingar sig inn í liðið með árangri sínum en liðsstjórinn velur hina sex. Hjá Evrópu vinna níu sig inn í liðið með árangri sínum en liðsstjórinn velur þrjá. 

Stricker valdi Tony Finau, Xander Schauffele, Jordan Spieth, Harris English, Daniel Berger og Scottie Scheffler. 

Harrington valdi Shane Lowry, Sergio Garcia og Ian Poulter. 

mbl.is