Reynsluboltarnir verða með á næsta risamóti

Woods og Mickelson á æfingahring fyrir Masters-mótið árið 2018. Þeir …
Woods og Mickelson á æfingahring fyrir Masters-mótið árið 2018. Þeir eru báðir skráðir til leiks á PGA meistaramótið í ár. AFP/Andrew Redington

Tiger Woods og Phil Mickelson eru báðir á 156 manna lista yfir þátttakendur á PGA meistaramótinu í golfi sem fram fer í Oklahoma í Bandaríkjunum.

Woods sneri aftur á golfvöllinn á Masters-mótinu í síðasta mánuði, 14 mánuðum eftir að hann lenti í alvarlegu bílslysi. 

Mickelson vann mótið í fyrra og varð þar með elstur í sögunni til að vinna risamót í golfi, 51 árs gamall. Hann hefur verið í fríi frá golfi síðan í febrúar sem varð til þess að hann missti af Masters-mótinu í fyrsta sinn í 28 ár. 

Efsti maður heimslistans og sigurvegari Masters-mótsins í síðasta mánuði, Scottie Scheffler, Rory McIlroy, Justin Thomas, Brooks Koepka og Collin Morikawa eru einnig allir skráðir til leiks á mótið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert