Koepka dregur sig úr keppni

Brooks Koepka hefur átt erfitt uppdráttar að undanförnu.
Brooks Koepka hefur átt erfitt uppdráttar að undanförnu. AFP/Gregory Shamus

Bandaríski kylfingurinn Brooks Koepka hefur dregið sig úr keppni á AT&T Byron Nelson-mótinu, aðeins viku fyrir annað stórmót ársins, PGA-mótið.

PGA-mótaröðin greindi ekki frá ástæðu þess að Koepka, sem var eitt sinn númer eitt á heimslistanum, dró sig úr keppni.

Hann hefur þó glímt við meiðsli undanfarin tímabil og til að mynda farið undir hnífinn vegna hné- og mjaðmarmeiðsla.

Koepka lék síðast á Masters-mótinu í byrjun apríl þegar hann komst ekki í gegnum niðurskurðinn.

Hann er um þessar mundir í 13. sæti á heimslistanum og hefur tvívegis sigrað á PGA-meistaramótinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert