Guðmundur Guðmundsson: Menn voru ekki tilbúnir

Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari.
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari. mbl.is/Friðrik

Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, var vægast sagt ósáttur við frammistöðu sinna manna gegn Makedónum þegar mbl.is náði tali af honum. Ísland sem kunnugt er 34:26 í Skopje og þarf að vinna þann mun upp í Laugardalshöll að viku liðinni, til þess að komast á HM í Króatíu í janúar.

"Nú þurfum við að sleikja sárin og vinna okkar vinnu. Láta verkin tala," sagði Guðmundur og dró ekki dul á að frammistaða liðsins hefði verið óásættanleg. En voru einhverjir jákvæðir punktar í leiknum? "Nei ekkert sem ég man eftir. Kannki fyrri hálfleikurinn hjá Guðjóni Val en hann var frábær í fyrri hálfleik þegar aðrir voru ekki með. Birkir Ívar átti svo sem ágætis spretti í síðari hálfleik. Að öðru leyti þá var liðið bara að spila mjög illa og menn voru bara ekki tilbúnir í þetta frá byrjun. Það endaði svo eins og það endaði," sagði Guðmundur meðal annars en nánar verður rætt við Guðmund í Morgunblaðinu í fyrramálið. 

Leikurinn var í beinni textalýsingu á mbl.is.

mbl.is

Bloggað um fréttina