Þjálfaramálin komin á hreint hjá Aroni

Aron Pálmarsson.
Aron Pálmarsson. Ljósmynd/Veszprém

Þjálfaramálin hjá ungverska meistaraliðinu Veszprém, sem Aron Pálmarsson leikur með, eru loksins komin á hreint.

Spánverjinn Xavier Sabate hefur skrifað undir samning sem gildir fram til júní 2017. Sabate tók við þjálfun Veszprém eftir að félagið rak Antonio Carlos Ortega úr starfi í september en Sabate er 39 ára gamall.

Hann hefur stýrt liðinu í 18 leikjum og hefur það unnið 16 leiki og gert tvö jafnefli.

mbl.is