„Við erum að byggja upp stein fyrir stein“

Þjálfarinn, Jónatan Magnússon, er lengst til vinstri í aftari röð.
Þjálfarinn, Jónatan Magnússon, er lengst til vinstri í aftari röð. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

„Við teljum okkur vera með samkeppnishæfan hóp en erum um leið meðvitaðir um að okkur vantar aðeins upp á til þess að geta gert aðeins betur,“ sagði Jónatan Þór Magnússon, þjálfari KA/Þórs, í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann er hvergi banginn vegna næsta keppnistímabils.

Ljóst er að KA/Þórs-liðið þarf m.a. að fá til liðs við sig markvörð eða markverði hvernig sem spilast úr framtíð þeirra tveggja markvarða sem báru hitann og þungann af markvörslu liðsins í vetur, þeirra Sunnu Guðrúnar Pétursdóttur og Margrétar Einarsdóttur. Báðar hafa í hyggju að mennta sig og það jafnvel sunnan heiða.

„Við lítum í kringum okkur og skoðum hvaða leikmenn geta verið verið á lausu. Okkur vantar ekki marga leikmenn en kannski fremur þá með réttu karakterseinkennin. 

Viðtalið við Jónatan er í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert