Snúinn riðill bíður íslenska liðsins

Helena Rut Örvarsdóttir, Þórey Rósa Stefánsdóttir landsliðskonur í handknattleik.
Helena Rut Örvarsdóttir, Þórey Rósa Stefánsdóttir landsliðskonur í handknattleik. mbl.is/Árni Sæberg

Íslenska landsliðið í handknattleik kvenna á fyrir höndum erfiða leiki í forkeppni heimsmeistaramótsins á næsta vetri en dregið var í riðla á þingi Handknattleikssambands Evrópu, EHF, í Glasgow í morgun. 

Íslenska liðið var í öðrum styrkleikaflokki og dróst í riðil með landsliðum Tyrklands, Makedóníu og Aserbadsjan. Ekki er ljóst enn hvar undankeppnin fer fram né nákvæmlega hvenær en reikna má með að leikið verði í síðla í nóvember eða í byrjun desember.

Dregið var í fjóra riðla. Sigurlið hvers riðils auk þess liðs sem nær bestum árangri í öðru sæti kemst í umspil um sæti á HM.Umspilsleikirnir fara fram eftir ár. Lokakeppni HM fer fram í Kumamoto í Japan frá 29.nóvember til 15. desember 2019.

mbl.is
L M Stig
1 Úrúgvæ 3 5:0 9
2 Rússland 3 8:4 6
3 Sádi-Arabía 3 2:7 3
4 Egyptaland 3 2:6 0
L M Stig
1 Spánn 3 6:5 5
2 Portúgal 3 5:4 5
3 Íran 3 2:2 4
4 Marokkó 3 2:4 1
L M Stig
1 Frakkland 3 3:1 7
2 Danmörk 3 2:1 5
3 Perú 3 2:2 3
4 Ástralía 3 2:5 1
L M Stig
1 Króatía 3 7:1 9
2 Argentína 3 3:5 4
3 Nígeria 3 3:4 3
4 Ísland 3 2:5 1
L M Stig
1 Brasilía 3 5:1 7
2 Sviss 3 5:4 5
3 Serbía 3 2:4 3
4 Kostaríka 3 2:5 1
L M Stig
1 Svíþjóð 3 5:2 6
2 Mexíkó 3 3:4 6
3 Suður-Kórea 3 3:3 3
4 Þýskaland 3 2:4 3
L M Stig
1 Belgía 3 9:2 9
2 England 3 8:3 6
3 Túnis 3 5:8 3
4 Panama 3 2:11 0
L M Stig
1 Kólumbía 3 5:2 6
2 Japan 3 4:4 4
3 Senegal 3 4:4 4
4 Pólland 3 2:5 3
Sjá alla riðla