Skelltum Rússum á Opna EM

Glatt á hjalla eftir sigurinn á Rússum á Opna Evrópumótinu …
Glatt á hjalla eftir sigurinn á Rússum á Opna Evrópumótinu í Svíþjóð í morgun. Ljósmynd/HSÍ

Íslenska landsliðið í handknattleik kvenna, skipað leikmönnum 16 ára og yngri, vann Rússa, 28:27, í millriðlakeppni Opna Evrópumeistaramótsins í Svíþjóð í morgun, 28:27. Rússneska liðið var einu marki yfir að loknum fyrri hálfleik, 14:13.

Afar fátítt er að íslenska kvennalandsliðið vinni rússneskar stöllur sínar.

Mörk Íslands: Ásdís Þóra Ágústsdóttir 8, Jóhanna Margrét Sigurðardóttir 5, Katrín Tinna Jensdóttir 3, Elín Rós Magnúsdóttir 3, Hanna Karen Ólafsdóttir 3, Ásthildur Bjarkadóttir 2, Ída Margrét Stefánsdóttir 2, Linda Björk Brynjarsdóttir 1, Valgerður Ósk Valsdóttir 1.

Um hraðmót er að ræða og leikur íslenska liðið aftur síðar í dag. Þá mætir það landsliði Slóvaka sem hafa einnig fjögur stig í millriðli tvö á mótinu eftir þrjá leiki. 

Fram að leiknum í morgun hafði á ýmsu gengið hjá íslenska liðinu á mótinu. Það hafði tapað fyrir Finnum, Spánverjum og Frökkum en unnið Aserbaídsjan í riðlakeppninni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert