Magnús Öder í Gróttu

Magnús Öder Einarsson og Einar Rafn Ingimarsson handsala samninginn.
Magnús Öder Einarsson og Einar Rafn Ingimarsson handsala samninginn. Ljósmynd/Grótta

Handboltamaðurinn Magnús Öder Einarsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við Gróttu. Magnús lék með Þrótti síðasta vetur og skoraði 53 mörk í 16 leikjum í Grill 66-deildinni. Hann er skytta og getur einnig leikið sem leikstjórnandi. 

„Það er mikil ánægja að samningar hafi náðst við Magnús og verður hann án efa góð viðbót við hóp meistaraflokks karla sem hefur leik hinn 9. september nk. í Olís-deildinni,“ segir í tilkynningu sem Grótta sendi frá sér í dag. 

mbl.is