Afturelding í Mosfellsbæ á nýjan leik?

Elvar Ásgeirsson er einn af lykilmönnum Aftureldingar.
Elvar Ásgeirsson er einn af lykilmönnum Aftureldingar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eftir að hafa leikið til úrslita á Íslandsmótinu tvö ár í röð hafa Mosfellingar misst flugið tvær síðustu leiktíðir, ekki síst í fyrra þegar liðið hafnaði í sjötta sæti og féll annað árið í röð úr leik í átta liða úrslitum Íslandsmótsins fyrir FH.

E.t.v. má segja að aldrei hafi orðið sólarupprás hjá Aftureldingarliðinu á síðustu leiktíð. Liðið náði sér aldrei á strik eftir góðan sigur á Val í Meistarakeppni HSÍ. Hver leikmaðurinn á fætur öðrum var á sjúkralistanum um lengri eða skemmri tíma og sumir alla leiktíðina og aðrir ítrekað. Einu sinni var ástandið svo slæmt að ekki tókst að tína saman nema 11 leikmenn í kappleik við Fram og einum fleiri í næstu viðureign á eftir. Fjöldinn segir þó ekki allt því sumir þeirra sem voru á skýrslu voru vart leikhæfir vegna meiðsla. Margir voru því úr leik þegar verst lét í fjölmennum leikmannahópi liðsins.

Einar Andri Einarsson stýrir Aftureldingarliðinu fimmta árið í röð. Hann hefur látið hafa eftir sér að allt annað og betra ástand sé á liði sínu nú en við upphaf keppnistímabilsins í fyrra. Einar Andri er vongóður.

Meiðsladraugurinn er hins vegar ekki alveg hættur að elta leikmenn liðsins. Skýrasta dæmið er hinn ungi og efnilegi hægri hornamaður liðsins, Gestur Ólafur Ingvason. Hann sleit krossband í hné fyrir örfáum vikum og verður ekki með fyrr en á næsta tímabili, ef að líkum lætur. Aftureldingarmenn voru fljótir að krækja í hinn þrautreynda Finn Inga Stefánsson úr herbúðum Gróttu til að styrkja sveit sína. Finnur Ingi fylgdi þar með í kjölfar bróður síns, Júlíusar Þóris, sem kom til Aftureldingar í vor. Auk hans hefur markvörðurinn Arnór Freyr Stefánsson komið til liðsins frá síðustu leiktíð, leikstjórnandinn ungi og efnilegi úr silfurliði Íslands á EM 18 ár landsliða, Tumi Steinn Rúnarsson, og Lettinn Emils Kurzimniesk.

Sjá alla grein­ina um Aftureldingu og fleiri lið Olís-deild karla í handknattleik í íþrótta­blaði Morg­un­blaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert