Sigvaldi með þrjú í sínum fyrsta Meistaradeildarleik

Sigvaldi Guðjónsson
Sigvaldi Guðjónsson Ljósmynd/Ole Nielsen

Sigvaldi Guðjónsson skoraði 3 mörk fyrir norska meistaraliðið Elverum í sínum fyrsta leik í Meistaradeild Evrópu í handknattleik í dag þegar liðið tapaði fyrir rúmenska liðinu Dinamo Búkarest á útivelli 26:24.

Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann. Rúmenska liðið var 12:11 yfir í hálfleik og hafði betur að lokum. Sigvaldi skoraði mörkin þrjú úr sex skotum.

mbl.is