Arnór enn og aftur með góðan leik í sigri

Arnór Þór Gunnarsson hefur leikið virkilega vel í Þýskalandi.
Arnór Þór Gunnarsson hefur leikið virkilega vel í Þýskalandi. mbl.is/Árni Sæberg

Arnór Þór Gunnarsson heldur áfram að gera það gott með Bergischer í efstu deild Þýskalands í handbolta. Hornamaðurinn skoraði sex mörk í 27:23-heimasigri á Leipzig í dag. 

Fyrir vikið fóru Arnór og félagar upp í fjórða sæti, en liðið er nýliði í deildinni í ár og hefur átt góðu gengi að fagna, eftir öruggan sigur í B-deildinni á síðustu leiktíð. 

Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði síðasta mark Kiel í 29:19-heimasigri á Wetzlar. Markið var það eina sem leikmaðurinn efnilegi skoraði í leiknum. Kiel er í þriðja sæti deildarinnar með 14 stig eftir níu leiki, eins og Bergischer. 

mbl.is