Fjögurra marka tap í fyrri leik Vals

Lovísa Thompson var markahæst hjá Val.
Lovísa Thompson var markahæst hjá Val. mbl.is/Árni Sæberg

Valur mátti þola 24:20-tap fyrir Quintus frá Hollandi á útivelli í fyrri leik liðanna í 3. umferð Áskorendabikars kvenna í handbolta í dag, 24:20. Staðan í hálfleik var 13:8 og náði Valur að minnka muninn um eitt mark í síðari hálfleik. 

Lovísa Thompson var markahæst hjá Val með fimm mörk, Sandra Erlingsdóttir skoraði fjögur og Auður Ester Gestsdóttir skoraði þrjú mörk. 

Síðari leikurinn er heimaleikur Vals, en hann fer einnig fram í Hollandi, þar sem Valur seldi heimaleikinn sinn. Hann fer fram kl. 15 á morgun. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert