Hef ekki skrifað undir neitt

Guðjón Valur Sigurðsson.
Guðjón Valur Sigurðsson.

„Ég get því miður ekkert tjáð mig um framtíð mína á þessu stigi málsins,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður þýsku bikarmeistaranna Rhein-Neckar Löwen, við Morgunblaðið í gær þegar leitað var eftir viðbrögðum hans við óstaðfestum fregnum franska dagblaðsins Le Parisien í fyrradag þess efnis að Guðjón gengi til liðs við franska meistaraliðið PSG í sumar.

„Ég get þó sagt þér að engin ákvörðun hefur verið tekin af fjölskyldunni og ég hef ekki skrifað undir neina samninga,“ sagði Guðjón Valur ennfremur við fyrirspurn Morgublaðsins. Samningur hans við Rhein-Neckar Löwen rennur út um mitt næsta ár. Guðjón Valur kom til RNL sumarið 2016 eftir tveggja ára veru hjá Barcelona.

Áður hafði hann leikið með THW Kiel, RNL, Gummersbach og Tusem Essen í Þýskalandi auk AG Köbenhavn og íslensku liðanna KA og Gróttu/KR. Atvinnumannsferill Guðjóns Vals í Evrópu spannar tæp 18 ár og sér svo sannarlega ekki fyrir endann á honum, að því er fram kemur í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert