Aron bikarmeistari og kosinn bestur

Aron Pálmarsson í úrslitaleiknum í dag.
Aron Pálmarsson í úrslitaleiknum í dag. Ljósmynd/Barcelona

Aron Pálmarsson varð í dag spænskur bikarmeistari í handbolta með Barcelona, en liðið vann 37:23-stórsigur á Bidasoa í úrslitum. Aron var svo kosinn besti leikmaður bikarúrslitahelgarinnar af forráðamönnum keppninnar. 

Barcelona vann öruggan 28:21-sigur á Ademar León í undanúrslitum í gær og skoraði Aron tvö mörk í tveimur skotum og lagði upp fjölmörg færi á samherja sína. Aron bætti við þremur mörkum í úrslitum í dag. 

Barcelona er með algjöra yfirburði í spænska handboltanum og var liðið að vinna sinn sjöunda bikarmeistaratitil í röð. Titilinn er sá fjórði sem Barcelona vinnur á tímabilinu; áður höfðu Aron og félagar unnið Meistarakeppni Katalóníu, Meistarakeppni Spánar og HM félagsliða. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert