Tilhugsunin verið lengi á bak við eyrað

Sigursteinn Arndal.
Sigursteinn Arndal. mbl.is/Hari

Eftirmaður Halldórs Jóhanns Sigfússonar hjá karlaliði FH í handknattleik var ráðinn í gær.

Þar er um uppalinn FH-ing að ræða, Sigurstein Arndal, og tekur hann við í sumar þegar Halldór heldur til Barein og tekst á við nýtt starf. Sigursteinn er öllum hnútum kunnugur hjá félaginu en á blaðamannafundi í gær kom fram hjá Ásgeiri Jónssyni, formanni handknattleiksdeildar, að Sigursteinn hefði verið fyrsti kostur stjórnarinnar.

„Nei, ég þurfti nú ekki að hugsa mig mikið um og þurfti heldur ekki að leggjast í mikla vinnu til að kynna mér hlutina hér í Krikanum. Ég hef verið hérna með annan fótinn nánast allt mitt líf og hefur unnið mikið fyrir handboltann í FH. Engu að síður var mikilvægt að fá staðfestingu á því að menn vilja gefa aðeins í.

Góður árangur núna þýðir ekki að menn ætli að slaka á heldur stendur til að halda áfram öflugu starfi. Það voru aðallega slíkir hlutir sem ég vildi tryggja mig fyrir og finna að allir vildu horfa í sömu átt. En það er engin spurning að starfið heillar vegna þess að leikmannahópurinn er góður, umgjörðin frábær og allt til alls. Þess vegna tók stuttan tíma að afgreiða þetta,“ sagði Sigursteinn þegar Morgunblaðið ræddi við hann í Kaplakrika í gær.

Sigursteinn hefur lengi komið að þjálfun yngri flokka hjá FH og þjálfað yngri landslið hjá HSÍ. Auk þess lék hann um 300 meistaraflokksleiki fyrir FH á sínum tíma. Hann neitar því ekki að hafa haft þá hugsun á bak við eyrað að einhvern tíma kæmi að þeim tímapunkti að hann myndi stýra meistaraflokki hjá FH .

Sjá allt viðtalið við Sigurstein í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert