Að sækja stig til Kozani

Aron Pálmarsson sækir að vörn Grikkja í Laugardalshöllinni.
Aron Pálmarsson sækir að vörn Grikkja í Laugardalshöllinni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslenska landsliðið í handknattleik karla fer langt með að tryggja sér keppnisrétt í lokakeppni Evrópumeistaramótsins á næsta ári takist því að vinna landslið Grikkja í kvöld þegar liðin leiða saman hesta sína í bænum Kozani í norðurhluta Grikklands.

Reyndar fylgir sá böggull skammrifi að á sama tíma verður lið Norður-Makedóníu að leggja landslið Tyrkja að velli í Eskisehir í Tyrklandi. Framundan eru tvær síðustu umferðir riðlakeppninnar en auk leiksins í Grikklandi tekur íslenska landsliðið á móti Tyrkjum í Laugardalshöll síðdegis á sunnudaginn.

Vinni Tyrkir lið Norður-Makedóníu í dag og Ísland leggi Grikkland bíður íslenska landsliðsins úrslitaleikur í Laugardalshöll á sunnudaginn.

Fyrir lokaleikina í þriðja riðli undankeppninnar hafa landslið Íslands og Norður-Makedóníu fimm stig hvort. Tyrkir eru stigi á eftir og Grikkir reka lestina með tvö stig og geta vart talist hafa möguleika á blanda sér í baráttuna um sæti í lokakeppni EM sem fram fer í Austurríki, Svíþjóð og Noregi í janúar á næsta ári.

Grikkir sóttu ekki gull í greipar íslenska landsliðsins í fyrri viðureigninni sem fram fór í Laugardalshöll 24. október sl. Íslenska landsliðið vann leikinn með 14 marka mun, 35:21, eftir að hafa farið á kostum í síðari hálfleik. Munurinn að loknum fyrri hálfleik var fjögur mörk, 17:13.

Grikkir virðast harðskeyttari á heimavelli. Þeir gerðu sér lítið fyrir og lögðu granna sína frá Norður-Makedóníu óvænt í Kozani í byrjun vetrar, 28:26. Þeim tókst ekki að fylgja sigrinum eftir í næsta heimaleik. Þá töpuðu Grikkir fyrir Tyrkjum, 26:22. Voru þau úrslit ekki síður óvænt en sigurinn á landsliði Norður-Makedóníu. Þar með dofnaði hressilega yfir möguleikum Grikkja á að blanda sér í baráttuna um sæti í lokakeppni EM en svo langt hefur gríska landsliðið aldrei náð.

Sjá alla greinina á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »