Metnaðurinn minnkar ekki á Ásvöllum

Tjörvi Þorgeirsson
Tjörvi Þorgeirsson mbl.is/Kristinn Magnússon

Haukar í Hafnarfirði eru þekkt stærð í handboltanum hér heima. Morgunblaðið spjallaði við leikstjórnandann Tjörva Þorgeirsson um Haukaliðið og tímabilið sem er nýhafið.

„Við erum bara þokkalega sáttir þótt ekki hafi gengið sérstaklega vel í æfingaleikjunum. Við töpuðum reyndar í Evrópukeppninni en erum þrátt fyrir það nokkuð bjartsýnir fyrir tímabilið hér heima. Mér sýnist reyndar að fjölmiðlafólk og ýmsir aðrir hafi ekki sömu trú á okkur. Sem er bara fínt,“ sagði Tjörvi, sem hefur marga fjöruna sopið með Haukum á Íslandsmótinu.

Hann er ekki einn um það í Haukaliðinu enda nokkrir þrautreyndir leikmenn í liðinu eins og Ásgeir Örn Hallgrímsson og Vignir Svavarsson, sem nú sneri heim frá Danmörku. Fari svo að Haukar komist í þá stöðu að berjast um titlana verður skortur á reynslu þeim í það minnsta ekki að falli.

„Já, það er rétt hjá þér. Þegar búið verður að tjasla öllum saman finnst mér að við ættum að geta barist á öllum vígstöðvum. Við eigum ekki að þurfa að vera í einhverju miðjumoði. Við misstum auðvitað Danna (Daníel Þór) og erfitt verður að fylla hans skarð en Adam, ég og Atli reynum að sjá um það. Við fengum einnig menn og Viggi (Vignir) styrkir okkur á línunni og í vörninni. Auk hans fengum við Ólaf til okkar.“

Sjáðu greinina í heild sinni í Morgunblaðinu sem kom út í morgun en þar er lið Hauka kynnt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »