Darri frá út tímabilið

Darri Aronsson er sterkur varnarmaður.
Darri Aronsson er sterkur varnarmaður. mbl.is/Kristinn Magnússon

Handknattleiksmaðurinn Darri Aronsson verður ekki meira með Haukum í vetur vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leik gegn KA í Olísdeildinni á sunnudaginn var. Vísir.is greindi frá. 

Darri þurfti að fara af velli á Akureyri og nú er komið í ljós að leikmaðurinn er með slitið krossband. Hann verður væntanlega frá keppni næsta tæpa árið. Darri er lykilmaður hjá Haukum og þá sérstaklega í varnarleiknum. 

Darri verður tvítugur í næsta mánuði og hefur hann leikið með U21 árs landsliði Íslands, m.a á heimsmeistaramótinu í Norður-Makedóníu í sumar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert