„Ég var skíthræddur fyrst“

KA hafði betur gegn Fram í Safamýrinni á laugardag. Hér …
KA hafði betur gegn Fram í Safamýrinni á laugardag. Hér er Þorgrímur Smári, bróðir Lárusar, að sækja að vörn KA. mbl.is/Kristinn Magnúss.

Betur fór en á horfðist hjá markmanninum Lárusi Helga Ólafssyni sem fór meiddur af velli í leik Fram gegn KA í Olís-deildinni í handbolta á laugardag eftir að hafa fengið slæmt högg á hné.

„Ég fékk högg á hnéð og það snerist aðeins upp á það en það virðist hafa sloppið ótrúlega vel. Ég er svolítið aumur en held að ég verði ekkert frá keppni að ráði alla vega,“ sagði Lárus við mbl.is í dag.

Lárus meiddist þegar Allan Norðberg, leikmaður KA, lenti á honum þegar Allan stökk inn í vítateiginn til þess að skora. Þá var um kortér eftir af leiknum og Valtýr Már Hákonarson leysti Lárus af hólmi það sem eftir var leiks, en KA vann 27:25-sigur. Lárus er hins vegar feginn að ekki skyldi fara verr:

„Já, ég var skíthræddur fyrst og hélt að þetta væri meira, en svo var þetta bara verkur í smástund sem lagaðist. Ég reikna fastlega með því að geta mætt Stjörnunni á laugardaginn.“

Lárus Helgi í markinu gegn Aftureldingu í haust.
Lárus Helgi í markinu gegn Aftureldingu í haust. mbl.is/Hari
Lárus Helgi Ólafsson kom til Fram frá Aftureldingu í fyrra …
Lárus Helgi Ólafsson kom til Fram frá Aftureldingu í fyrra og er lykilleikmaður hjá liðinu. mbl.is/Eggert
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert