Sá markahæsti og leikjahæsti orðinn þjálfari

Lars Christiansen, lengst til hægri, ásamt Maik Machulla og Mark …
Lars Christiansen, lengst til hægri, ásamt Maik Machulla og Mark Bult. Ljósmynd/Flensburg

Lars Christiansen, leikjahæsti og markahæsti leikmaður danska landsliðsins í handknattleik frá upphafi, hefur verið ráðinn í þjálfarateymi þýska meistaraliðsins Flensburg.

Christiansen, sem lék 338 leiki með danska landsliðinu og skoraði í þeim 1.503 mörk, er goðsögn hjá Flensburg en hann lék með liðinu í 14 ár og skoraði 3.996 mörk fyrir liðið í 626 leikjum. Hann hætti hjá félaginu árið 2010.

Christiansen verður Maik Machulla þjálfara liðsins og aðstoðarmanni hans, Mark Bult, til aðstoðar.

„Þetta er klúbburinn minn. Ég var hjá honum í 14 ár svo mér líður eins og ég sé kominn heim. Það var alltaf draumurinn að koma aftur,“ segir Christiansen.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert