Haukar unnu stórslaginn eftir æsispennu

Adam Haukur Baumruk sækir að vörn Vals í kvöld.
Adam Haukur Baumruk sækir að vörn Vals í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Haukar eru komnir áfram í átta liða úrslit Coca Cola-bikars karla í handbolta eftir 30:26-sigur á Val í æsispennandi leik á Ásvöllum í 16-liða úrslitum í kvöld.

Valsmenn byrjuðu betur og náðu fljótlega 11:7-forskoti. Sóknarleikur Valsmanna gekk býsna vel og þá gekk sérstaklega vel að opna hægra hornið þar sem Finnur Ingi Stefánsson nýtti færin sín mjög vel.

Hvorugt liðið fékk markvörslu framan af og Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, tók á það ráð að setja Andra Scheving Sigmarsson í rammann í staðinn fyrir Grétar Ara Guðjónsson og það skilaði góðum árangri.

Andri varði nánast allt sem kom á mark Hauka, sem varð til þess að heimamenn voru fljótir að snúa leiknum sér í vil með 8:1-kafla og var staðan í hálfleik 16:14, Haukum í vil.

Valsmenn skoruðu þrjú fyrstu mörk seinni hálfleiksins og komust yfir fyrir vikið, 17:16. Liðin skiptust á að skora eftir það og var staðan 19:19 þegar seinni hálfleikur var tæplega hálfnaður. Jafnræðið hélt áfram og voru Valsmenn einu marki yfir þegar rúmar tíu mínútur voru eftir, 23:22.

Lokamínúturnar voru æsispennandi og var staðan jöfn þegar fimm mínútur voru til leiksloka, 25:25. Þá skoruðu Haukar þrjú mörk í röð og tryggðu sér í leiðinni sæti í átta liða úrslitunum.

Uppfærist sjálfkrafa meðan leikur er í gangi

Allar lýsingar í beinni

Haukar 30:26 Valur opna loka
60. mín. Agnar Smári Jónsson (Valur) skoraði mark Loksins skorar Agnar. M'inúta eftir. Valsmenn fara maður á mann.
mbl.is