Þreyttir andlega og líkamlega?

Janus Daði Smárason í dauðafæri í leiknum við Svía í …
Janus Daði Smárason í dauðafæri í leiknum við Svía í gærkvöld. Ljósmynd/Einar Ragnar Haraldsson

Ísland hafnaði í 11. sæti á EM karla í handknattleik en liðið lauk keppni á mótinu í Malmö í gær. Ísland mætti þá gestgjöfunum Svíum sem unnu öruggan sigur 32:25. Svíar höfðu góð tök á leiknum mestallan tímann. Náðu að komast í 4:1, 13:8 og voru yfir 18:11 að loknum fyrri hálfleik. Eins og daginn áður þurfti íslenska liðið að fara út í síðari hálfleikinn sjö mörkum undir.

Í gær var enginn neisti til staðar í liðinu til að saxa á forskotið eins og sást þó á móti Norðmönnum. Hverju sem um er að kenna þá virkuðu menn mjög daufir í þessum síðasta leik mótsins. Væntanlega voru menn orðnir þreyttir andlega og líkamlega. Fyrir vikið var leikurinn sá slakasti hjá íslenska liðinu í mótinu. Þeir kaflar sem voru góðir hjá liðinu voru mjög stuttir.

Sænska liðið naut sín við þessar aðstæður og Svíarnir litu miklu betur út en í öðrum leikjum í milliriðlinum. Þeir hafa verið í vandræðum í sókninni þar sem spilið hefur verið mjög hægt og þunglamalegt. Gegn Íslenska liðinu skoruðu þeir 18 mörk í fyrri hálfleik og alls 32 mörk. Virtust ekki hafa mikið fyrir því. Í markinu lék Mikael Appelgren vel og var valinn maður leiksins af mótshöldurum. Ekki í fyrsta skipti í sögunni sem sænskur markvörður leikur vel gegn Íslandi á stórmóti.

Greinin í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »