Valsmenn upp í toppsætið

Valsmenn eru komnir upp í toppsætið.
Valsmenn eru komnir upp í toppsætið. mbl.is/Kristinn Magnússon

Valsmenn eru komnir upp í toppsæti Olísdeildar karla í handbolta eftir öruggan 33:23-sigur á botnliði Fjölnis á heimavelli í kvöld. Valur er nú með 26 stig, einu stigi meira en Haukar. 

Fjölnismenn byrjuðu betur og komust í 6:3 snemma leiks og var staðan 11:9 þegar fyrri hálfleikur var rúmlega hálfnaður. Þá skoruðu Valsmenn sjö mörk í röð og var staðan 16:12 í hálfleik. 

Valur skoraði þrjú fyrstu mörkin í seinni hálfleik og átti Fjölnir ekki möguleika eftir það og var sigurinn sannfærandi. 

Magnús Óli Magnússon skoraði átta mörk fyrir Val og þeir Stiven Tobar Valencia og Anton Rúnarsson gerðu sjö mörk hvor. Bergur Elí Rúnarsson skoraði sex fyrir Fjölni, sem er sex stigum frá öruggu sæti í deildinni, þegar aðeins fjórar umferðir eru eftir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert