Óskar skoraði fimm

Óskar Ólafsson (t.h.).
Óskar Ólafsson (t.h.). Ljósmynd/Drammen

Óskar Ólafsson skoraði fimm mörk þegar lið hans Drammen gerði 30:30 jafntefli gegn Nærbö í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik karla í dag.

Óskar er 26 ára gamall varnarmaður en hefur á tímabilinu fengið stærra hlutverk í sóknarleiknum hjá Drammen. Hann hefur leikið í Noregi allan sinn meistaraflokksferil.

Óskar var valinn í íslenska landsliðið í fyrsta sinn fyrir leikinn gegn Litháen í undankeppni EM í síðasta mánuði en kom þó ekki við sögu í öruggum 36:20 sigri Íslands. Í síðustu viku var hann svo valinn í 35 manna æfingahóp landsliðsins fyrir HM í Egyptalandi í næsta mánuði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert