Úrvalsdeildarlið leitar að íþróttahúsi

Kristján Orri Jóhannsson var kjörinn leikmaður ársins í Grill66-deildinni fyrir …
Kristján Orri Jóhannsson var kjörinn leikmaður ársins í Grill66-deildinni fyrir frammistöðu sína með Kríu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Karlalið Kríu í handknattleik leitar að nýjum heimavelli fyrir liðið sem á keppnisrétt í úrvalsdeild karla á Íslandsmótinu næsta vetur. 

Kría setti inn færslu á Twittersíðu liðsins í kvöld þar sem fram kemur að liðið verði ekki á Seltjarnarnesi eins og síðustu tvö ár. 

Grótta frá Seltjarnarnesi er í úrvalsdeild karla og ef til vill er ekki pláss fyrir tvö úrvalsdeildarlið í sömu húsakynnum. 

„Hvað lið/bæjarfélag vill lið í Olís-deildinni?“ er spurt í lok færslunnar en Kría vann sér fyrr í sumar sæti í efstu deild næsta vetur ásamt HK eftir úrslitakeppnina í næstefstu deild. 

mbl.is