Bjarki fór á kostum

Bjarki Már Elísson átti góðan leik.
Bjarki Már Elísson átti góðan leik. AFP

Bjarki Már Elísson átti enn og aftur stórleik fyrir Lemgo er liðið mátti þola 25:27-tap á útivelli fyrir Wetzlar í þýsku 1. deildinni í handbolta í dag. Bjarki var markahæstur í sínu liði með átta mörk.

Arnór Þór Gunnarsson var markahæstur með sex mörk hjá Bergischer er liðið vann Hamburg á heimavelli, 31:26. Þá skoraði Janus Daði Smárason tvö mörk fyrir Göppingen í 27:24-sigri á N- Lübbecke á heimavelli.

Bergischer og Göppingen eru bæði með fjögur stig eftir tvo leiki og Lemgo eitt stig.

mbl.is