Valskonur keyrðu yfir HK í lokin

Lovísa Thompson og stöllur heimsækja HK í dag.
Lovísa Thompson og stöllur heimsækja HK í dag.

Valur er með fullt hús stiga eftir tvo leiki í Olísdeild kvenna í handbolta eftir 23:17-útisigur á HK í Kórnum í dag. HK er hinsvegar án stiga.

Liðin voru hnífjöfn framan af og var staðan 3:3 eftir tæpar tíu mínútu. Þá komst HK í 5:3, en Valur svaraði með fjórum mörkum í röð og komst í 7:5. Þá jafnaði HK í 7:7 sem var staðan þegar fyrri hálfleikur var rúmlega hálfnaður.

Valskonur vou hinsvegar sterkari það sem eftir lifði hálfleiksins og var með þriggja marka forskot í hálfleik, 12:9.

HK byrjaði seinni hálfleikinn á að minnka muninn í 13:12, en þá kom fínn kafli hjá Val sem kom muninum aftur upp í þrjú mörk, 15:12, þegar seinni hálfleikur var hálfnaður.

HK var ekki líklegt til að jafna eftir það og Valskonur bættu í á lokakaflanum og unnu að lokum sex marka sigur.

Thea Imani Sturludóttir var markahæst hjá Val m eð níu mörk og Hildigunnur Einarsdóttir skoraði fjögur. Tinna Sól Björgvinsdóttir skoraði fimm fyrir HK og þær Jóhanna Margrét Sigurðardóttir og Elna Ólöf Guðjónsdóttir fjögur hvor.

Thea Imani Sturludóttir átti góðan leik.
Thea Imani Sturludóttir átti góðan leik. Ljósmynd/Þórir Tryggvason
HK 17:23 Valur opna loka
60. mín. Jóhanna Margrét Sigurðardóttir (HK) skoraði mark Lagar aðeins stöðuna.
mbl.is