Sterkur útisigur Stjörnunnar á Haukum

Hafþór Már Vignisson skoraði níu mörk fyrir Stjörnuna.
Hafþór Már Vignisson skoraði níu mörk fyrir Stjörnuna. mbl.is/Kristinn Magnússon

Stjarnan vann í kvöld 30:28-útisigur á Haukum í Olísdeild karla í handbolta. Staðan í hálfleik var 13:13 en Stjörnumenn voru sterkari í seinni hálfleik.

Stjarnan komst í 29:26 þegar skammt var eftir, en Haukar minnkuðu muninn í eitt mark, 29:28, og fengu tækifæri til að jafna. Allt kom fyrir ekki og Stjarnan skoraði síðasta mark leiksins.

Stjörnumenn eru með tvo sigra úr tveimur leikjum á meðan Haukar eru með tvo sigra, eitt jafntefli og eitt tap í fjórum leikjum.

Mörk Hauka: Adam Haukur Baumruk 6, Darri Aronsson 5, Heimir Óli Heimisson 4, Ólafur Ægir Ólafsson 3, Þráinn Orri Jónsson 3, Stefán Rafn Sigurmannsson 3, Tjörvi Þorgeirsson 2, Brynjólfur Snær Brynjólfsson 1, Geir Guðmundsson 1.

Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 12.

Mörk Stjörnunnar: Hafþór Már Vignisson 9, Björgvin Þór Hólmgeirsson 8, Dagur Gautason 4, Starri Friðriksson 4, Sverrir Eyjólfsson 4, Hrannar Bragi Eyjólfsson 1, Leó Snær Pétursson 1.

Varin skot: Adam Thorstensen 6, Arnór Freyr Stefánsson 4.

mbl.is