Íslendingaliðið tapaði í París en er áfram á toppnum

Mikkel Hansen skoraði sjö mörk fyrir PSG í kvöld.
Mikkel Hansen skoraði sjö mörk fyrir PSG í kvöld. AFP

Íslendingaliðið Kielce frá Póllandi sem er efst í B-riðli Meistaradeildar karla í handknattleik, mátti sætta sig við ósigur í kvöld þegar það sótti heim París SG til frönsku höfuðborgarinnar.

PSG vann 32:27 eftir að hafa verið yfir í hálfleik, 16:14. Haukur Þrastarson og Sigvaldi Björn Guðjónsson skoruðu eitt mark hvor fyrir Kielce en markahæstir voru Szymon Sicko og Dylan Nahi með 5 mörk hvor.

Danska stórskyttan Mikkel Hansen skoraði 7 mörk fyrir Parísarliðið, Nedim Remili 6 og Kamil Syprzak 5.

Kielce er þó áfram á toppi riðilsins, hefur unnið sjö af níu leikjum sínum í vetur og er með 14 stig. Vezsprém er með 12 stig, París SG og Barcelona 11 stig hvort í næstu sætum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert