Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til

Sigvaldi Björn Guðjónsson var markahæstur á Spáni í kvöld.
Sigvaldi Björn Guðjónsson var markahæstur á Spáni í kvöld. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Sigvaldi Björn Guðjónsson og Janus Daði Smárason voru bestu leikmenn norska liðsins Kolstad þegar liðið heimsótti Bidasoa í fyrri leik liðanna í 2. umferð Evrópudeildarinnar í handknattleik á Spáni i kvöld.

Sigvaldi Björn var markahæstur með 6 mörk og Janus Daði skoraði fimm en leiknum lauk með þriggja marka sigri Bidasoa, 30:27.

Liðin mætast á nýjan leik 4. október í Noregi og þarf Kolstad að vinna með að minnsta kosti þriggja marka mun til þess að tryggja sér sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.

Þá var Ólafur Guðmundsson markahæstur í liði Amicitia Zürich með fimm mörk þegar liðið tapaði með tíu marka mun gegn Benidorm á Spáni, 24:34.

Svissneska liðið þarf því á stórsigri að halda til þess að tryggja sér sæti í riðlakeppninni eftir viku.

mbl.is