Hringdi hundrað sinnum í mömmu

„Ég man að ég hugsaði á þessum tímapunkti að ég þyrfti að koma mér út til þess að koma mér í landsliðshópinn fyrir Ólympíuleikana í Aþenu,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, nýráðinn þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handknattleik, í Dagmálum.

Snorri Steinn, sem er 41 árs, hélt út í atvinnumennsku árið 2003 þegar hann samdi við þýska efstudeildarfélagið Grosswallstadt.

„Við fórum þarna út, ég og konan, í einhvern ömurlegan þýskan bæ og það voru ekki einu sinni umferðarljós.

Þangað fór maður, blautur á bak við eyrun, og við þurftum bara að glíma við lífið. Fara í IKEA, kaupa í matinn, elda og hringja hundrað sinnum í mömmu.

Eftir á áttar maður sig á því að þetta var eitthvað sem mótaði mann,“ sagði Snorri Steinn meðal annars.

Viðtalið við Snorra Stein í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Snorri Steinn Guðjónsson.
Snorri Steinn Guðjónsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is