Sigvaldi drjúgur er Kolstad komst yfir

Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði fjögur mörk.
Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði fjögur mörk. Ljósmynd/EHF

Landsliðsmaðurinn Sigvaldi Björn Guðjónsson og liðsfélagar hans í Kolstad unnu nauman heimasigur á Elverum, 30:28, í úrslitaeinvígi úrslitakeppninnar í norska handboltanum í dag. 

Sigvaldi var drjúgur og skoraði fjögur mörk fyrir Kolstad sem er komið 1:0-yfir. 

Tvo sigra þarf til að að vinna úrslitaeinvígið. Næsti leikur liðanna fer fram á heimavelli Elverum eftir þrjá daga. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka