Neymar haltraði af æfingu

Brasilíski knattspyrnumaðurinn Neymar haltraði af æfingu brasilíska landsliðsins í gær, en æfingin var hluti af undirbúningi liðsins fyrir leikinn gegn Kostaríka á föstudaginn. Neymar missti einnig af mánudagsæfingunni vegna meiðsla.

Neymar fékk harkalegar móttökur frá leikmönnum svissneska landsliðsins sem brutu alls 10 sinnum á honum. Þetta var fyrsti keppnisleikur Neymar síðan í febrúar þegar hann braut bein í fæti í leik með PSG. 

Brasilía hafði vonast eftir því að Neymar gæti æft í gær en eftir 10 mínútur á æfingasvæðinu haltraði hann í burtu. Í viðtali við fjölmiðla lagði brasilíska læknateymið áherslu á að meiðsli Neymar væru ekkert tengd beinbrotinu:

„Neymar fann fyrir verk í hægri ökklanum sem er ástæðan fyrir því að hann fór af æfingu. Vegna þess hversu oft það var brotið á honum er ökklinn á honum bólginn. En hann mun æfa venjulega á morgun.“ 

Neymar haltraði af æfingu brasilíska landsliðsins í gær.
Neymar haltraði af æfingu brasilíska landsliðsins í gær. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert