Neymar fór grátandi af velli

Neymar kveinkar sér í leiknum í kvöld.
Neymar kveinkar sér í leiknum í kvöld. AFP/Nélson Almeida

Brasilíski knattspyrnumaðurinn Neymar þurfti að fara meiddur af velli í 2:0-sigri Brasilíu á Serbíu í G-riðli HM karla í knattspyrnu í kvöld.

Mikið var sparkað í hinn leikna Neymar í leiknum í kvöld og fór hann loks grátandi af velli á 79. mínútu. Kom Antony inn í hans stað.

Virtist Neymar mikið niðri fyrir á varamannabekknum eftir að hafa verið skipt af velli og er því óttast að meiðslin gætu verið alvarleg.

Meiddist hann á ökkla, sem var stokkbólginn eins og sjá má á meðfylgjandi myndum:

Ökklinn á Neymar var töluvert bólginn eins og sjá má.
Ökklinn á Neymar var töluvert bólginn eins og sjá má. AFP/Giuseppe Cacace
AFP/Giuseppe Cacace
AFP/Giuseppe Cacace
mbl.is
Loka