Dumfries með stórleik og Holland í 8-liða úrslit

Denzel Dumfries stýrir boltanum listavel í netið eftir fyrirgjöf Daley …
Denzel Dumfries stýrir boltanum listavel í netið eftir fyrirgjöf Daley Blind. AFP/Alberto Pizzoli

Holland varð fyrsta liðið til að tryggja sæti sitt í 8-liða úrslitum heimsmeistaramóts karla í fótbolta í Katar í dag eftir góðan 3:1 sigur á Bandaríkjunum í fyrstu viðureign 16-liða úrslitanna. Holland mætir annað hvort Angentínu eða Ástralíu sem mætast klukkan 19 í Al Rayyan.

Fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós á 10. mínútu þegar Memphis Depay kláraði frá­bæra sókn Hol­lend­inga neðst í fjær­hornið. Á fyrstu mín­útu viðbót­ar­tíma fyrri hálfleiks kom Daley Blind aðvíf­andi og stýrði bolt­an­um neðst í blá­hornið eft­ir stoðsend­ingu Denzel Dum­fries. Haji Wright minnkaði mun­inn á 76. mínútu fyrir Bandaríkin þegar hann hitti bolt­ann illa eft­ir fyr­ir­gjöf Pu­lisic en bolt­inn sveif hátt í loft upp yfir öft­ustu varn­ar­menn Hol­lands sem og Nopp­ert í mark­inu. Á 81. mín­útu kór­ónaði Denzel Dumfries frá­bær­an leik sinn þegar hann kláraði góða fyr­ir­gjöf Daley Blind frá vinstri á lofti.

Holland vann A-riðil keppninnar en Bandaríkin enduðu í öðru sæti B-riðils. Sigurliðið í þessum leik mætir Argentínu eða Ástralíu í átta liða úrslitum 9. desember.

Strax á þriðju mínútu hrökk boltinn inn fyrir vörn Hollands á Christian Pulisic sem stóð einn gegn Andries Noppert í marki Hollands en sá hollenski sá við Bandaríkjamanninum, varði glæsilega með fætinum.

Christian Pulisic lét reyna á Andries Noppert í marki Hollands …
Christian Pulisic lét reyna á Andries Noppert í marki Hollands strax á þriðju mínútu leiksins. AFP/Alberto Pizzoli

Bandaríkjamenn voru sprækari á upphafsmínútunum en Hollendingar ógnuðu þó með hraða sínum.

Hröð og glæsileg sókn Hollendinga bar árangur á 10. mínútu. Depay lagði boltann inn á Gakpo í miðjuhringnum. Gakpo lagði boltann út til hægri á Dumfries sem átti fasta fyrirgjöf með grasinu út að vítateigslínunni þar sem Memphis Depay kláraði vel neðst í fjærhornið, 1:0 Hollandi í vil.

Memphis Depay og Cody Gakpo fagna marki hins fyrrnefnda í …
Memphis Depay og Cody Gakpo fagna marki hins fyrrnefnda í dag. AFP/Raul Arboleda

Daley Blind átti marktilraun á 18. mínútu en skot hans var víðsfjarri marki Bandaríkjanna, sveif hátt yfir. Illa farið með ágætis færi.

Á 21. mínútu tók Virgil van Dijk aukaspyrnu úr öftustu línu. Hann spyrnti boltanum beint fram á fremsta mann, markaskorarann Memphis Depay, sem kaus að skjóta í fyrsta utarlega úr teignum hægra megin en skot hans fór framhjá fjærstönginni.

Bandaríkin byrjaði sterkt en eftir að Holland skoraði fyrsa mark leiksins hafði það fulla stjórn á leiknum.

Á hinni svo kölluðu markamínútu barst boltinn til Timothy Weah hægra megin rétt utan vítateigs Hollands. Weah tók boltann á lofti og smellhitti hann en Andries Noppert var vel á verði í marki Hollands.

Einni mínútu var bætt við venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik og það var einmitt á þeirri mínútu sem Denzel Dumfries átti aðra frábæra sendingu út í vítateiginn þar sem gamla brýnið Daley Blind kom aðvífandi og stýrði boltanum neðst í sama horn og Dephay gerði í fyrra marki Hollands, 2:0 Hollandi í vil.

Matt Turner horfir á eftir boltanum, sem syngur í bláhorninu …
Matt Turner horfir á eftir boltanum, sem syngur í bláhorninu í annað sinn í leiknum. Markaskorarinn, Daley Blind, fagnar. AFP/Jewel Samad

Sampaio dómari flautaði til loka fyrri hálfleiks áður en Bandaríkjamenn gátu tekið miðjuna. Hollendingar leyfðu Bandaríkjamönnum að halda í boltann en sóttu sjálfir hratt og af fádæma skilvirkni, 2:0 í leikhléi.

Á 49. mínútu tók Christian Pulisic hornspyrnu frá vinstri. Boltinn barst til Tim Ream inná teignum en Cody Gakpo varði laust skot Ream á línu.

Cody Gakpo bjargar á línu.
Cody Gakpo bjargar á línu. AFP/Giuseppe Cacace

Einni mínútu síðar átti Dumfries fasta fyrirgjöf inn á markteiginn en Walker Zimmerman, miðvörður Bandaríkjanna náði að slæma fætinum í boltann sem Turner handsamaði svo í markinu.

Á 53. mínútu átti Pulisic skot utan teigs sem var frekar auðvelt fyrir Noppert í marki Hollands og á sömu mínútu átti Weston McKennie skot yfir markið frá vítateigslínunni. Bandaríkjamenn voru ekki á því að gefast upp.

Á 61. mínútu lauk Memphis Depay sókn Hollands með skoti utan teigs sem Matt Turner varði yfir markið.

Matt Turner ver boltann í horn.
Matt Turner ver boltann í horn. AFP/Raul Arboleda

Virgil van Dijk reis hæst í teignum á 71. mínútu eftir hornspyrnu en skalli hans fór yfir mark Bandaríkjanna. Á sömu mínútu átti Matt Turner frábæra tvöfalda markvörslu. Fyrst varði hann skot Koopmeiners og svo góðan skalla Depay úr frákastinu.

Á 75. mínútu átti Depay vonda sendingu til baka og Haji Wright komst fram hjá Noppert en Dumfries bjargaði skoti hans úr þröngri stöðu á línu.

Haji Wright virtist hitta boltann illa á 76. mínútu eftir fyrirgjöf Pulisic en boltinn sveif hátt í loft upp og yfir öftustu varnarmenn Hollands sem og Noppert í markinu og í bláhornið, 2:1.

Andries Noppert nær ekki að verja skondið skot Haji Wright.
Andries Noppert nær ekki að verja skondið skot Haji Wright. AFP/Anne-Christine Poujoulat

Á 81. mínútu kórónaði Denzel Dumfries frábæran leik sinn þegar hann kláraði góða fyrirgjöf Daley Blind frá vinstri á lofti. Matt Turner kom engum vörnum við, 3:1.

Walker Zimmerman reyndi bakfallsspyrnu úr teignum á 86. mínútu en hún fór talsvert framhjá hollenska markinu.

Lið Hollands:
Mark: Andries Noppert
Vörn: Jurrien Timber, Virgil van Dijk, Nathan Aké (Matthijs de Light 90+3)
Miðja: Denzel Dumfries, Marten de Roon (Steven Bergwijn 46.), Davy Klaassen (Teun Koopmeiners 46.), Frenkie de Jong, Daley Blind
Sókn: Cody Gakpo (Wout Weghorst 90+3), Memphis Depay (Xavi Simons 82.)

Lið Bandaríkjanna:
Mark: Matt Turner
Vörn: Sergino Dest, Walker Zimmerman, Tim Ream, Antonee Robinson (Jordan Morris 90+2)
Miðja: Weston McKennie (Haji Wright 67.), Tyler Adams, Yunus Musah
Sókn: Timothy Weah (Brenden Aaronsson 67.), Jesus Ferreira (Giovanni Reyna 46.), Christian Pulisic

Cody Gakpo var hetja Hollendinga í riðlakeppninni og skoraði í …
Cody Gakpo var hetja Hollendinga í riðlakeppninni og skoraði í öllum þremur leikjum þeirra. AFP/Anne-Christine Pouloulat
mbl.is