„Takið mig bara upp!“

Maximiliano Gomez og José Giménez kalla eftir vítaspyrnu. Daniel Siebert, …
Maximiliano Gomez og José Giménez kalla eftir vítaspyrnu. Daniel Siebert, dómari leiksins, lætur sér fátt um finnast. AFP/Khaled Desouki

Úrúgvæ féll úr leik á markamun þrátt fyrir 2:0 sigur á Gana í lokaumferð H-riðils heimsmeistaramóts karla í fótboltan í Katar í gær. Leikmenn Úrúgvæ voru bálreiðir dómurum leiksins og sökuðu þá um þjófnað.

Varnarmaður Atletico Madrid og úrúgvæska landsliðsins, José Giménez, lá ekki á skoðunum sínum þegar hann elti dómaratríóið uppi í leikmannagöngunum að leik loknum. Hann var gripinn glóðvolgur í myndavél þar sem hann sagði:

„Þeir eru allir þjófar þessir tíkarsynir. Já, takið mig bara upp! Tíkarsynir!“

Úrúgvæ taldi sig eiga tilkall til tveggja vítaspyrna í leiknum þegar annars vegar Darwin Nunez féll í teignum og hins vegar Edinson Cavani.

Edinson Cavani kallar eftir vítaspyrnu er hann féll í viðskiptum …
Edinson Cavani kallar eftir vítaspyrnu er hann féll í viðskiptum við Alidu Seidu, leikmann Gana. AFP/Philip Fong
mbl.is