Króatar missa lykilmann á HM

Luka Cindric er samherji Arons Pálmarssonar hjá Barcelona og skorar …
Luka Cindric er samherji Arons Pálmarssonar hjá Barcelona og skorar hér í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu um áramótin. AFP

Króatíska landsliðið í handknattleik hefur orðið fyrir miklu áfalli en nú er ljóst að lykilmaður þess, leikstjórnandinn Luka Cindric, leikur ekki meira á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi.

Cindric meiddist þegar Króatar urðu að sætta sig við jafntefli við Dag Sigurðsson og hans menn frá Japan, 29:29, í fyrstu umferðinni. Janko Kevic er kominn inn í hópinn í hans stað og TV2 í Danmörku segir að þátttöku Cindric á mótinu sé lokið.

mbl.is