Twitter-sérfræðingarnir eru mjög færir

„Það hefði verið miklu klókara að lauma einum og einum inn og hvíla létt,“ sagði Bjarni Fritzson, fyrrverandi landsliðsmaður í handknattleik og þjálfari ÍR í úrvalsdeild karla, í Dagmálum þegar riðlakeppnin á HM 2023 í Svíþjóð og Póllandi var gerð upp.

Íslenska karlalandsliðið er komið áfram í milliriðla á heimsmeistaramótinu en liðið tapaði gegn Ungverjalandi í riðlakeppninni á afar svekkjandi hátt.

Guðmundur Þórður Guðmundsson, þjálfari liðsins, var gagnrýndur eftir leikinn fyrir að nýta ekki leikmannahóp sinn betur.

„Það er mjög freistandi fyrir þjálfara, þegar hlutirnir eru að ganga upp og takturinn er góður, að hanga á sama mannskapnum og klára leikinn því hann sá væntanlega fram á að geta hvílt allt byrjunarliðið í leiknum gegn Suður-Kóreu,“ sagði Bjarni.

„Þeir eru mjög færir, þessir Twitter-handboltasérfræðingar,“ sagði Bjarni meðal annars.

Uppgjörið úr riðlakeppni HM má nálgast með því að smella hér.

Guðmundur Þ. Guðmundsson ásamt aðstoðarþjálfara sínum Gunnari Magnússyni.
Guðmundur Þ. Guðmundsson ásamt aðstoðarþjálfara sínum Gunnari Magnússyni. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert