Aron: Mér finnst ég vera á góðum launum

„Mér finnst ég vera á góðum launum hérna,“ sagði Aron Pálmarsson, fyrirliði ís­lenska karlalandsliðsins í handknattleik, í Sonum Íslands, vefþætti mbl.is sem fram­leidd­ur er af Studio M.

Aron, sem er 32 ára gamall, hefur spilað með sterkustu félagsliðum heims á ferlinum en hann hefur verið á meðal fremstu handboltamanna heims undanfarinn áratug.

„Ég hef verið það heppinn í gegnum tíðina að vera með gott fólk í kringum mig,“ sagði Aron.

„Pabbi minn hefur haldið vel utan um þetta fyrir mig þannig að ég hef það mjög fínt,“ sagði Aron meðal annars.

Aron er í aðalhlutverki í fimmta þætti af Sonum Íslands en hægt er að horfa á þátt­inn í heild sinni með því að smella á hlekk­inn hér fyr­ir ofan eða inni á heimasíðu þáttanna sem má nálgast hér.

Aron Pálmarsson.
Aron Pálmarsson. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is